Project Description

INDICAN

Indican er lítill veitingastaður í Mathöll Höfða. Við bjóðum upp á indverskan mat með norður indverskum áhrifum. Við erum skyndibitastaður með heimagerðan mat. Uppskriftirnar okkar koma beint frá uppskriftabók Mama Rama og honum Arjun.
Hjá okkur starfa að jafnaði um 10 manns í hlutastörfum og 5 fullu starfi.

SAGAN

Við byrjuðum Indican í pínulitlum matarvagni sumarið 2018. Þá fengu vinirnir Gummi og Haukur þá hugmynd að bjóða upp á bragðgóða, fljótlega indverska rétti úr matarvagni. Þeir kunnu hvorugir að elda indverskan mat en það kom ekki að sök því korter í opnun kynntust þeir Arjun. Saman þraukuðu þeir í gegnum rigninguna sumarið 2018 en fengu svo tækifæri til þess að opna Indican stað í Mathöll Höfða.

MARKMIÐIÐ OKKAR

Við viljum vera þekkt fyrir að bjóða upp á góðan indverskan mat á sanngjörnu verði. Við viljum vera þekkt fyrir ótrúlega þjónustu. Við viljum vera þekkt fyrir að koma vel fram við starfsfólkið okkar. Við viljum endilega heyra hversu vel okkur gengur í að ná markmiðum okkar, endilega sendið okkur línu á indican@indican.is.

ÞÚ GETUR PANTAÐ HJÁ INDICAN Á NETINU