Project Description

INDICAN

Indican býður upp á indverska matargerð með bandarískum áhrifum.

Úr verður að hjá okkur er hægt að fá gómsæta og kryddmikla indverska rétti en einnig nóg af djúpsteiktum syndum eins og kjúklingavængi. Blandan kann að hljóma skringilega en það smellur allt saman þegar viðskiptavinir geta fengið sér geggjað Tikka Masala, naan og vængi allt á sama staðnum.

Eins og Amma Nan segir: „Til hvers að fá sér Tikka og Naan, þegar þú getur fengið þér Tikka, Naan og vængi“?