Project Description

HIPSTUR

Á Hipstur færðu að bragða mat sem innblásinn er víða að úr heiminum.

Eftir að hafa ferðast og kynnst matarmenningu víðsvegar um heiminn og unnið í Noregi í mörg ár standa þau hjónin Drífa og Semjon að staðnum Hipstur.

Þar færðu að kynnast ljúffengum réttum sem unnir eru af alúð frá grunni úr góðu hráefni. Fyrir þá sem eru snemma á ferðinni er hægt að koma við hjá þeim hjónum og næla sér í morgunmat því þau vakna snemma og opna kl 8 á morgnana. Það er því upplagt að koma við á leið í vinnuna eða bara setjast inn og fá þér sopa í rólegheitum í Mathöll Höfða. Í hádeginu bjóða þau uppá fasta rétti í bland við síbreytilega rétti dagsins sem endurspegla það hráefni sem er ferskt hverju sinni.

Það er alltaf heitt á könnunni hjá Hipstur, þar er boðið upp á gæða kaffi allan daginn og svo er hægt að fá sér írskt kaffi ef stemningin er fyrir því en enginn gerir jafngott írskt kaffi og Drífa á Hipstur. Svo er líka hægt er að svala þorstanum með glasi af Kombucha, bjór, léttvíni eða öðrum léttari drykkjum.

Það er því óhætt að segja að hjá þeim hjónum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sjáumst á Hipstur