Project Description

Beljandi

Beljandi býður upp á nokkrar tegundir af gæða handverksbjór sem bruggaður er á Breiðdalsvík. Helstu bjórtegundir brugghússins eru m.a. Pale Ale, IPA og Porter, auk árstíðabundinna bjóra eins og jóla-, páska-, þorra- og sumarbjóra. Einnig er í boði breytilegt úrval af gestabjórum frá handverksbrugghúsum Íslands, sem fjölgað hefur mikið á síðustu árum.